Nemendur settu á svið réttarhöld

Nemendur í lögfræði settu á svið réttarhöld í þessari viku og síðustu. Þeim hafði áður verið raðað í þrjá hópa; stefnanda, stefnda og dómara. Stefnendur útbjuggu stefnu, stefndu settu saman greinargerð og síðan fór fram aðalmeðferð með skýrslutökum og munnlegum flutningi máls sem dómarar stýrðu. Um var að ræða tilbúið meiðyrðamál sem varðaði tiltekin ummæli sem birst höfðu í Viljanum. Dóms er að vænta á næstu dögum.

Aðrar fréttir