Nemendur tóku þátt í fyrirtækjakeppni í Lettlandi

Sex nemendur úr 3-F fóru til Riga í Lettlandi í vikunni og tóku þátt í fyrirtækjakeppni þar á vegum Ungra Frumkvöðla (Junior Achievement).

Þar kynntu þeir vöruna sína sem er borðspil sem kallast Aur og Áhætta og er skemmtilegt spil fyrir ungt fólk sem gefur innsýn inn í hlutabréfamarkaðinn og kennir þátttakendum að beita grunnhugtökum í fjármálum og læra um helstu fjármálahugtök í leiðinni. Nemendurnir hönnuðu spilið sjálfir alveg frá grunni og sömdu allar spurningarnar.

Ferðin gekk mjög vel og stóðu nemendurnir sig frábærlega og fengu þeir sérstök verðlaun frá dómurunum svokölluð signature awards og voru tilnefndir til aðalverðlauna í keppninni ásamt því að fá verðlaun fyrir kynningu eða pitch á vörunni.

Nemendurnir eru: Hrafnhildur Gerða Guðmundsdóttir, Kolbrún Jónsdóttir, Kristinn Örn Gunnarsson, Salka Sigmarsdóttir, Sonja Oliversdóttir og Þórunn Jenný Qingsu Guðmundsdóttir öll í 3-F.

Aðrar fréttir