Nemendur Verzlunarskólans standa sig vel í ensku ræðukeppninni

Um síðastliðna helgi var hin árlega enska ræðukeppni ungs fólks haldin í Háskólanum í Reykjavík á vegum félagsins/samtakanna The English-Speaking Union.

Tveir nemendur Verzlunarskólans tóku þátt í keppninni og stóðu sig bæði mjög vel.  Þau komust bæði í sex manna lokaútslit. Daniel Hans Erlendsson, 6-A, varð í þriðja sæti í keppninni og Karen Magnúsdóttir McComish, 1-A, komst í sex manna úrslit.

Í fyrsta og öðru sæti keppninnar voru tvær stúlkur frá MH, Melkorka Gunborg Briansdóttir varð í fyrsta sæti og Þórhildur E. Þórsdóttir lenti í öðru sæti.

Umræðuefnið – þemað – í keppninni var “Peace is not an absence of War”.  Jón Ingi Hannesson, fyrrum enskukennari, hafði veg og vanda að undirbúningi keppninnar. Bogi Ágústsson fréttamaður stýrði keppninni, og dómnefnd í lokakeppninni skipuðu Eliza Reid forsetafrú, Katrín Jakobsdóttir alþingismaður og Erling Aspelund. Þess má geta að Eliza Reid var áður formaður The English-Speaking Union á Íslandi.

Verzlunarskólinn óskar þeim Daniel og Karen, innilega til hamingju með glæsilega frammistöðu.

Aðrar fréttir