Nemendur VÍ unnu til verðlauna á spænskuhátíð

Þann 17. febrúar síðastliðinn var í fyrsta sinn á Íslandi haldin spænskuhátíð í Háskóla Íslands á vegum menntamálaráðuneytis Spánar og Háskóla Íslands.

Efnt var til samkeppni við gerð myndbanda og veggspjalda á spænsku, þar sem aðal þemað var 5. heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna. Nemendur frá nokkrum framhaldsskólum á Íslandi tóku þátt í keppninni. Tveir nemendur frá Versló, þær Sara Lind Pálmadóttir Skowronski og Snædís Lilja Pétursdóttir í 2-H unnu til verðlauna með myndbandi um jafnrétti kynjanna. Verðlaunin eru vikudvöl í spænskunámi við háskólann í Alcalá de Henares í Madrid, með uppihaldi.
Til hamingju með verðlaunin Sara og Snædís!

Aðrar fréttir