NGK bekkurinn kominn til Íslands

Fyrsti nemendahópurinn í Norður -Atlantshafsbekknum (NGK) er kominn til Íslands og stundar nú nám við Verzlunarskólann. Í bekknum eru 22 nemendur frá Grænlandi, Íslandi, Danmörku og Færeyjum. Bekkurinn tók fyrsta árið í Danmörku í Gribskov Gymnasium. Frá Danmörku fór bekkurinn síðan til Færeyja í 2. bekk á haustönn og eins og áður kom fram mun bekkurinn stunda nám sitt hér við skólann þessa önnina.  Á 3. árinu mun bekkurinn færa sig yfir til Grænlands og stunda nám í GUX menntaskólanum í Sisimiut. Allir nemendur bekkjarins hljóta danskt stúdentspróf af náttúrufræðibraut. Við erum ánægð að fá þau til okkar og skemmtilegt að heyra hin ýmsu tungumál á göngum skólans þessa dagana.

Hér má sjá áhugaverða og skemmtilega frétt um NGK bekkinn sem birtist á RUV.is Stunda námið í Færeyjum, Danmörku, Grænlandi og hér

Hér má skoða heimasíðu NGK Nord-Atlantiskgymnasiumklasse

Aðrar fréttir