03.03.2015 Nordplus heimsókn Vikuna 2.-6. mars eru norrænir gestir hér í Verzlunarskólanum á vegum verkefnisins Nordplus junior. Um er að ræða samstarfsverkefni fjögurra framhaldsskóla í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Íslandi. Þema verkefnisins er Nordisk identitet þar sem nemendur vinna verkefni sem lúta að norrænum tungumálum, menningu og hefðum. Jafnframt velta nemendur fyrir sér spurningunni hvar Norðurlöndin standa andspænis alheimsvæðingunni. Dagskrá vikunnar er fjölbreytt og skemmtileg en hópurinn heimsækir til dæmis Bláa lónið sem vekur oftast mikla hrifningu erlendra gesta.