18. sep. 2018

Nordplus junior nemendaskipti Versló og Rysensteen

Það tóku eflaust margir eftir því að danskir nemendur fjölmenntu um ganga Verzlunarskólans í síðustu viku. Um var að ræða hin árlegu nemendaskipti okkar við Rysensteen gymnasium í Kaupmannahöfn. Verkefnið er styrkt af Nordplus junior og nemendum að kostnaðarlausu.

Dönsku nemendurnir dvöldu á íslenskum heimilum í viku og unnu ýmis verkefni með gestgjöfum sínum. Farið var í vettfangsferðir t.d. í Hellisheiðavirkjun og Deildartunguhver og Decode. Á næstunni munu Verzlingar endurgjalda heimsóknina og dvelja í viku í Kaupmannahöfn hjá dönskum gestgjöfum.

Fréttasafn