Nordplus – Redo för arbetslivet

Þessa vikuna stendur yfir í skólanum Nordplus fundur í verkefninu Undirbúningur fyrir atvinnulífið. Í verkefninu taka þátt ásamt Verzlunarskólanum, tveir skólar í Helsinki og einn skóli í Stokkhólmi.
Eins og heiti verkefnisins bendir til fjallar það um hvernig hægt er að undirbúa sig sem best í atvinnuleit, þ.e. hvernig skrifar maður ferilskrá og hvernig undirbýr maður sig fyrir atvinnusamtal.

Á meðan á fundi stendur vinna nemendur saman í hópum ýmis konar verkefni sem lúta að þema verkefnisins, þau fá fyrirlesara úr atvinnulífinu í skólann eða fara í fyrirtækjaheimsóknir. Á mánudag kom ein af starfskonum Capacent í heimsókn og talaði um mikilvægi þess að vanda vel til ferilskrárgerðar og hvernig ætti að undirbúa sig fyrir starfsviðtal. Seinnipart dagsins fór hópurinn síðan í heimsókn í Íslandsbanka. Í gær kom John Snorri Sigurjónsson í heimsókn og sagði frá leiðangri sínum í fyrra á topp K2. Á morgun lýkur fundavikunni með heimsókn í Viðskiptaráð Íslands og annað kvöld verða nemendur með kveðjuhóf í skólanum.

Aðrar fréttir