Norður-Atlantshafsbekkurinn fullskipaður

Umsóknarfrestur um Norður-Atlantshafsbekkinn (nánari upplýsingar https://www.www.verslo.is/namid/nordur-atlantshafsbekkurinn/) rann út í lok febrúar síðastliðinn. Alls bárust 50 umsóknir frá löndunum fjórum og þar af 12 frá Íslandi. Það er því ljóst að þessi bekkur fer af stað nú í haust 2019. Ákveðið var að taka inn 32 nemendur og koma 10 þeirra frá Íslandi.

Eins og komið hefur fram áður í kynningu á náminu þá byrja nemendur í Gribskov Gymnasium í Danmörku og eru þar fyrstu tvær annirnar. Síðan er farið til Miðnám á Kambsdali í Færeyjum í eina önn og þá næstu á Íslandi í Verzlunarskóla Íslands. Síðasta árið er svo á Grænlandi í GUX Sisimuit og útskrifast nemendur þar með stúdentspróf. Það er óhætt að segja að allir hlakka mikið til, jafnt nemendur sem starfsmenn skólanna, og munu allir leggja sig fram um að láta þetta ganga vel. Svarbréf til umsækjenda hafa verið send út. Við óskum þeim nemendum sem fengu pláss til hamingju.

Aðrar fréttir