Núvitundarstundir fyrir nemendur og starfsmenn

Skólinn býður nemendum og starfsmönnum upp á hugleiðslu og núvitund á önninni en verkefnið er eitt af þeim þróunarverkefnum sem skólinn stendur fyrir.

Markmið verkefnisins er að nemendur og starfsmenn staldri við í önnum dagsins og finni hvernig iðkun núvitundar og hugleiðslu eykur vellíðan í leik og starfi.

Verkefninu stýrir Kristín Norland kennari við skólann, sem hefur aflað sér sérþekkingar í núvitundarfræðum.

 

Verkefnið er margþætt og skiptist í heimsóknir í alla bekki, opna hugleiðslutíma í hádeginu og lengri námskeið. Námskeiðin og opnu tímarnir eru í boði skólans án endurgjalds.

 

Þá tekur hópur nemenda í sálfræði á lokaári þátt í skólaþróunarverkefni sem felst í því að fá reglulega fræðslu í núvitund svo og hugleiðslustundir og í framhaldi af því meta nemendur áhrif þessa á líðan og nám.

Aðrar fréttir