16.10.2023 Nýr vefur á 118 ára afmæli skólans Fyrsti kennsludagur í Verzlunarskólanum var þann 16. október árið 1905. Þessi dagur er því réttnefndur afmælisdagur Verzlunarskólans, sem í dag er 118 ára. Í tilefni dagsins var boðið upp á afmælisköku og nýr og endurbættur vefur leit dagsins ljós. Vefstjórn tekur vel í allar ábendingar varðandi vefinn, t.a.m. efnistök, viðbætur og úrbætur. Ekki hika við að hafa samband klarah@verslo.is