Nýtt kennslufyrirkomulag

Kennsla mun hefjast að nýju í húsnæði skólans miðvikudaginn 18. nóvember. Kennslufyrirkomulagið frá því í haust mun aftur taka gildi, þ.e. kennsla mun ýmist fara fram í skólanum eða heima í gegnum TEAMS.

Til þess að geta uppfyllt þau ströngu sóttvarnarsjónarmið sem nú eru í gildi er grímuskylda í skólanum og lögð áhersla á mikilvægi persónubundinna sóttvarna, handþvottar og sprittunar.

Nemendur nota eftirfarandi innganga eftir því í hvaða stofum þeir eru:

Hólf 1: stofur 4-5 og 6-7: Inngangur á Marmara og beint upp í stigahúsið á vinstri hönd.

Hólf 2: 406-401, 405-402, 404-403: Gengið inn hjá nemendakjallara og beint upp á 4. hæð.

Hólf 3: 306-305, 305-302, 304-303: Gengið inn hjá bílastæði kennara og þaðan inn í nýbyggingu.

Hólf 4: 206-201, 205-202, 204-203: Inngangur fyrir aftan hús, milli Versló og Verkís. Farið upp um brunastigann.

Hólf 5: Heimilistæki og Hagkaup, Hben og Hafskip, Eimskip-Flugleiðir: Gengið inn hjá íþróttahúsi/vaktmanni.

Próftafla annarinnar hefur þegar verið birt á heimasíðu skólans og mun hún standa. Þau próf sem þar eru kynnt sem heimapróf verða heimapróf.

Við minnum þá nemendur, sem búa langt frá skólanum, á að hægt er að panta aðstöðu á bókasafninu til að sinna heimatímum ef ekki vinnst nægur tími til ferðalaga í hádeginu.

Við hlökkum til að taka á móti ykkur í skólanum og minnum á að stutt er eftir af önninni og þið eigið hrós skilið fyrir þrautseigju og dugnað í námi.

Aðrar fréttir