19. okt. 2020

Óbreytt skólastarf

Engar breytingar voru gerðar á sóttvarnarráðstöfunum í framhaldsskólum aðrar en að framlengdur var gildistími á þeim reglum sem nú gilda. Skólastarf verður því áfram í formi heimakennslu eins og verið hefur frá 5. október. Skrifstofa skólans verður áfram opin frá klukkan 10-14 sem og bókasafnið.

Kennarar geta boðað bekki sína í próf í íþróttahúsið og tvær prófstofur (205-206 og 405-406) sem eru það stórar að hægt er að rúma heilan bekk þar með 2 metra á milli allra.

Við viljum hvetja ykkur kæru nemendur til að kveikja á myndavélinni í tímum. Það er mun vænlegra til árangurs að vera í mynd og eiga þannig samskipti við kennarann sinn og bekkjarfélaga í kennslustund.

Fréttasafn