Opið fyrir umsóknir í ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna

Forsætisráðuneytið vekur athygli á að opnað hefur verið fyrir umsóknir í ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Óskað er eftir umsóknum frá ungmennum á aldrinum 13 til 18 ára frá öllum landshlutum. Valdir verða tíu nýir fulltrúar í ráðið sem munu fræðast og fjalla um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna frá og með september 2020 og út vorönn 2021. Tveir fulltrúar frá fyrra starfsári munu halda sæti sínu í ráðinu. Ungmennaráðið mun funda sex sinnum á höfuðborgarsvæðinu og þess á milli í gegnum fjarfundabúnað. Þá mun ungmennaráðið jafnframt funda einu sinni með ríkisstjórninni. Umsóknarfrestur er til og með 24. maí 2020. Fyrir nánari upplýsingar vinsamlegast hafið samband í gegnum ungmennarad@for.is

Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu heimsmarkmiðanna: Heimsmarkmiðinn

Aðrar fréttir