7. mar. 2022

Opið hús fyrir nemendur í 10. bekk

Miðvikudaginn 9. mars opnum við dyr skólans og bjóðum nemendum í 10. bekk í heimsókn. Boðið er upp á klukkutíma kynningu á námi skólans og félagslífi þess auk þess sem hin vinsæla Verslólest leiðir gesti um húsakynni skólans.

Hægt er að velja um fjórar tímasetningar fyrir heimsókn. Þeir nemendur sem hafa áhuga á að koma til okkar eru beðnir um að skrá sig á meðfylgjandi skráningarskjal. Við hvetjum áhugasama að skrá sig sem fyrst og nýta sér þetta tækifæri til þess að kynna sér betur það sem skólinn hefur upp á að bjóða og fá svör við þeim spurningum sem þeir kunna að hafa.

Smelltu hér til að skrá þig á opið hús

Miðvikudaginn 6. apríl verður þeim sem ekki komast núna í mars boðið í heimsókn. Skráning og nánari upplýsingar um þann dag verða auglýst síðar. 

 

Fréttasafn