Parísarferð

Dagana 25. til 28. febrúar fór 20 manna nemendahópur með frönsku sem þriðja tungumál ásamt tveimur kennurum til Parísar.
Hópurinn fór í ýmsar skoðunarferðir um borgina og leiddi Parísardaman hópinn um Mýrina og fræddi hann um sögur og byggingar. Jafnframt heimsótti hópurinn helstu kennileiti borgarinnar eins og t.d. Louvre safnið, Eiffel turninn og Sigurbogann, hann gekk einnig að kirkjunni Sacré Cœur og yfir að torginu Place du Tertre og þaðan niður Montmartre hæðina. Ferðin heppnaðist einstaklega vel og var nemendum bæði lærdómsrík og fræðandi. 

Aðrar fréttir