26.04.2015 Peysufatadagur Peysufatadagur nemenda 4. bekkjar verður haldinn hátíðlegur mánudaginn 27. apríl. Foreldrum og forráðamönnum er velkomið að mæta niður á Ingólfstorg og fylgjast með nemendum dansa í búningunum. Áætluð koma niður á Ingólfstorg er kl. 12:25. Þó getur dagskráin alltaf riðlast og því hvetjum við foreldra og forráðamenn til að vera í sambandi við nemendur, t.d. í gegnum SMS, þegar þau nálgast Ingólfstorg. Við vonumst til að flestir sjái sér fært að mæta og gleðjast með krökkunum á þessum degi. 9:30 Athöfn í Bláa sal. 10:30 Afhending 4.bekkjarbóka og morgunmatur á Marmaranum. 11:45 Rútur niður á Hlemm. 12:00 Ganga niður Laugaveginn. 12:25 Dansað á Ingólfstorgi. 12:55 Myndataka í H.Í. 13:40-15:40 Matur í Perlunni. Komin aftur í Verzló um kl 16.