21.09.2021 Peysufatadagurinn í Hörpu Það er komið að því að nemendur geti haldið peysufatadag Verzlunarskólans. Athugið breytta dagskrá og staðsetningu vegna veðurspár. Dagurinn er á fimmtudaginn kemur og hér að neðan má sjá dagskrá dagsins sem bekkjarráðið hefur sett saman. Við hvetjum forráðamenn til að gera sér ferð í Hörpuna og fylgjast með þeim þegar þau stíga dansinn í Hörpu. 9:00 Mæting í Verzló 9:30 Athöfn í Bláa sal 10:30 Morgunmatur og afhending bóka 11:45 Rútur frá skólanum að Hörpu 12:20 Dansað í Hörpu 12:55 Myndataka í tröppunum á Hörpu 13:40 Matur í Gullhömrum (rútur frá Hörpu að Gullhömrum) 22:00 Peysufataball í Gamla bíó. Ballinu lýkur klukkan 01:00