25. sep. 2019

Ráðstefna Evrópska ungmennaþingsins

Dagana 11.-13. september héldu þrír nemendur á þriðja ári til Óslóar til að taka þátt í ráðstefnu á vegum Evrópska ungmennaþingsins. Það voru þau Bergur Daði (3-H), Ella María (3-B) og Snædís (3-X).

Umfjöllunarefni ráðstefnunnar var sjálfbærni þéttbýla og hvernig leysa mætti vandamál á borð við matarsóun, flýtitísku (e. fast fashion) og mengun sjávar. Nemendurnir tóku þátt í nefndarvinnu og sömdu tillögur um hvernig ætti að kljást við þessi vandamál. Síðan voru tillögurnar ræddar og kosið um þær á allsherjarþingi ráðstefnunnar. 

Fréttasafn