Rithöfundurinn Ragnheiður Gestsdóttir heimsótti nemendur

Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur heimsótti nemendur á 1. ári í morgun og ræddi við þá um ritstörf sín. Hún fjallaði m.a. um hvaða áskoranir það fæli í sér að skrifa skáldsögur, hvernig hugmyndir fæðast, mikilvægi sjónarhorns auk fleiri atriða á sviði ritlistar.

Sérstakar umræður spunnust um skáldsöguna Blindu en nemendur lesa hana sem hluta af námsefni í íslensku á yfirstandandi önn. Þar voru ýmsar siðferðislegar sem heimspekilegar spurningar ræddar og ljóst að nemendur höfðu margir hverjir hugleitt efni hennar út frá ýmsum hliðum.

Ragnheiður Gestsdóttir hefur bæði skrifað og myndskreytt bækur fyrir börn og unglinga auk þess að vera höfundur þriggja glæpasagna. Hún fékk Blóðdropann, íslensku glæpasagnaverðlaunin, fyrir skáldsöguna Farangur árið 2022. Bókin hefur einnig verið tilnefnd til norrænna glæpasagnaverðlauna.

Þess má til gamans geta að Ragnheiður fagnar 70 ára afmæli sínu á mánudag, 1. maí, með útgáfu nýrrar skáldsögu.

Aðrar fréttir