Samstarf við heilsugæsluna

Fyrr á árinu gerðu Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins og framhaldsskólar í Reykjavík með sér samning um þróunarverkefni fyrir skólaárið 2022-2023. Verkefnið byggist á samstarfi heilsugæslunnar og framhaldsskóla þar sem hjúkrunarfræðingar munu nú sinna skólahjúkrun á framhaldsskólastigi.

Tveir hjúkrunarfræðingar frá Heilsugæslunni Efstaleiti verða því með viðveru í skólanum í vetur á þriðjudögum og miðvikudögum, þær Birna Ýr og Gunnhildur. Þær munu koma til með að sinna heilsueflingu og heilsuvernd nemenda við skólann ásamt fræðslu fyrir nemendur á öðru ári.

Aðrar fréttir