Samstarf við KVAN

Í haust hóf skólinn samstarf við KVAN með námsefni fyrir lífsleikni á 1 ári. KVAN er fyrirtæki sem meðal annars sérhæfir sig í að byggja upp börn og ungt fólk með áherslu á sjálfstraust og vellíðan í leik og starfi. Námsefnið hefur verið í formi myndbanda þar sem þjálfarar frá KVAN hafa deilt reynslu sinni og gefið góð ráð varðandi sjálfstraust, kvíða, sjálfsmynd, styrkleika, markmiðssetningu ofl. Nemendur hafa ýmist gert umræðuverkefni eftir að hafa horft á myndböndin eða skrifað hugleiðingar um efnið. Þetta samstarf hefur gengið frábærlega og það er von okkar að nemendur hafi bæði gagn og gaman af. 

Aðrar fréttir