14.09.2020 SAT próf SAT-próf verða haldin í Verzlunarskóla Íslands eftirfarandi dagsetningar: 26. sept.3. okt.5. des. Allar dagsetningarnar eru birtar með fyrirvara um breytingar vegna óvissuástands sem ríkir í þjóðfélaginu vegna COVID-19 faraldursins. Próftakar eru vinsamlegast beðnir um að mæta kl. 7:25 sunnan megin við húsið (við hlið íþróttahússins, gegnt Hamborgarabúllunni) með útprentaða staðfestingu á skáningu í prófið, skilríki og blýanta (HB=2). Athugið að skólinn er læstur og verður aðeins opnaður fyrir próftaka kl. 7:25 og ekki verður hleypt inn í húsið eftir 7:50. Athugið að greiða þarf aðstöðugjald, kr. 5.000-. Ekki er tekið við kortum. Vinsamlegast athugið að Verzlunarskólinn hýsir eingungis prófið og hefur enga heimild til þess að svara fyrirspurnum. Fyrirspurnum er því öllum vísað til SAT-stofnunarinnar í Bandaríkjunum. Hægt er að senda fyrirspurnir á eftirfarandi netfang: mailto:sat@info.collegeboard.org Skólanúmer „School Code“ Verzlunarskólans er 000004.