15.04.2013 Sigur í úrslitum í Morfís 2013 Föstudaginn 12. apríl keppti lið Verzlunarskólans við lið Flensborgarskólans í Hafnarfirði í úrslitum í Morfís 2013 í Eldborg í Hörpu. Lið Verzlunarskólans skipuðu þau Hrafnkell Ásgeirsson, Sigurður Kristinsson, Hersir Aron Ólafsson og Sigríður María Egilsdóttir. Lið Verzlunarskólans hafði betur í viðureigninni en jafnframt var Sigríður María kjörin Ræðumaður Íslands. Verzlunarskólinn óskar þeim Hrafnkeli, Sigurði, Hersi og Sigríði innilega til hamingju með frækilegan sigur. Frétt og myndir á mbl.is má nálgast hér.