Sigurvegari Þýskuþrautar 2023

Þýskuþraut framhaldsskólanna var haldin  nú í mars og gaman er að segja frá því að Snæfríður Eva Eiríksdóttir nemandi í 2-Y sigraði þyngdarstig 1, en 112 nemendur víðs vegar af landinu tóku þátt.

Í verðlaun hlaut hún 10 daga dvöl í Þýskalandi í sumar á Eurocamp í Dessau- Rosslau, en þar hittist ungt fólk frá 44 löndum í Evrópu og upplifir ævintýri saman.

Skólinn óskar henni innilega til hamingju með árangurinn.

Aðrar fréttir