Skemmtileg gjöf frá foreldrafélaginu
Nýverið færði foreldrafélagið skólanum þrjú spilaborð að gjöf. Borðin bjóða annars vegar upp á hið klassíska og skemmtilega spil lúdó og hins vegar skák en mikill skákáhugi hefur verið meðal nemenda undanfarin ár. Þetta er frábær afþreying fyrir nemendur í frímínútum og á eflaust eftir að veita mörgum ánægju.
Skólinn þakkar foreldrafélaginu kærlega fyrir gjöfina.