Skólabyrjun og bókalistar

Skólasetning Verzlunarskóla Íslands hefst með athöfnin sem er einungis ætluð nýnemum og hefst hún klukkan 10:00 föstudaginn 16. ágúst í hátíðarsal skólans (Bláa sal).

Vegna mikillar aðsóknar er mikilvægt að nýnemar mæti, að öðrum kosti geta þeir átt á hættu að verða af skólavist. Nýnemar fá sérstaka kynningu á skólanum þennan dag.

Eldri bekkingar mæta skv. stundaskrá mánudaginn 19. ágúst. Stundaskrár og bekkjarlistar verða aðgengilegir í INNU á föstudaginn.

Allir nemendur er hvattir til þess að ganga sem fyrst frá kaupum á námsbókum. Sala á bókum og heftum sem ekki eru seld í bókabúðum fer fram í skólanum og verður fyrirkomulag þeirrar bóksölu kynnt nánar síðar.

Bókalistann fyrir veturinn má finna undir flipanum „Námið“ en einnig er flýtivísun hér.

Aðrar fréttir