Skólaráð
Nýtt skólaráð kom saman til fyrsta fundar á þessu skólaári. Hlutverk skólaráðs er að fjalla um skólareglur, félagslíf nemenda, umgengni í skólanum, vinnu- og félagsaðstöðu nemenda, stefnumótun skólans auk annarra mála sem vísað er til skólaráðs. Skólaráð fundar einu sinni í mánuði. Hægt er að senda skólaráði erindi á netfangið skolarad@verslo.is
Í skólaráði sitja:
Fyrir hönd nemenda: Aron Atli Gunnarsson (forseti NFVÍ), Alexander K. Bendtsen og Valgerður Eyja Eyþórsdóttir frá hagsmunaráði.
Fyrir hönd kennara: Unnur S. Eysteinsdóttir, Rut Tómasdóttir.
Fyrir hönd stjórnenda: Þorkell H. Diego og Guðrún Inga Sívertsen.