20.08.2022 Skólasetning Verzlunarskólinn var settur í 118. sinn föstudaginn 19. ágúst. Skólastjóri, Guðrún Inga Sívertsen, setti skólann og bauð nemendur og starfsfólk skólans velkomið. Athöfnin var einungis ætluð nýnemum. 1060 nemendur eru skráðir í dagskóla þetta árið og af þessum 1060 nemendum eru 367 nýnemar. Að skólasetningu lokinni fengu nýnemar kynningu á ýmsum þáttum varðandi skólastarfið, fóru í myndatöku og hittu umsjónarkennara sína. Gleðin skein úr andlitum nýnemanna og greina mátti mikla tilhlökkun hjá þeim við að hefja nám við skólann. Kennsla hefst mánudaginn 22. ágúst samkvæmt stundatöflu. Við minnum einnig á bóksöluna sem er rafræn í ár og geta nemendur nálgast bækurnar á mánudaginn frá klukkan 8:00-13:00 í fundarherbergi á 2. hæð.