Skólinn lokaður – vegna hertra sóttvarnaaðgerða

Vegna hertra sóttvarnaaðgerða þá mun kennsla skólans færast heim frá og með morgundeginum.

Nemendur fá upplýsingar frá kennurum sínum um skipulag kennslu á morgun og á föstudag. Kennarar munu ýmist boða nemendur í rafræna kennslustund á TEAMS samkvæmt stundatöflu eða leggja fyrir verkefni. Þá munu einhverjir kennarar leggja fyrir rafræn próf sem fyrirhuguð voru á morgun eða föstudag.

Við vonum innilega að við getum komið saman í skólanum aftur að loknu páskafríi. Til þess verðum við að taka höndum saman og fara í einu og öllu eftir tilmælum sóttvarnayfirvalda.

Farið vel með ykkur og passið upp á hvert annað.

Aðrar fréttir