Skólinn settur í 117. skipti og móttaka nýnema

Verzlunarskóli Íslands var settur þann 19. ágúst síðastliðinn í 117. skipti. Guðrún Inga Sívertsen nýráðinn skólastjóri, setti skólann. Samtals eru 1058 nemendur skráðir í dagskóla á þessari önn og af þeim eru 362 nýnemar sem skiptast niður í 14 bekki.
Að skólasetningu lokinni fengu nýnemar kynningu á ýmsum þáttum varðandi skólastarfið. Þeir hittu til að mynda umsjónarkennara sína og fóru í myndatöku fyrir Innu. Jafnramt fóru nýnemar í svokallaða hringekju þar sem umsjónakennarar fóru með nemendur í hring um skólann þar sem þeir hittu meðal annars nemendaþjónustuna og kíktu í heimsókn á bókasafnið. Mikil spenna og eftirvænting var meðal nýnema og var ekki betur séð en að þeir hefðu farið út með bros á vör.

Aðrar fréttir