Slóveníuferð

Þrettán nemendur úr 2-A héldu á vit ævintýranna fyrr í mánuðinum og heimsóttu Slóveníu. Förinni var heitið til bæjarins Tolmin, krúttlegt fjallaþorp, staðsett mitt í dal umkringt fjöllum, skógum og ósnertri náttúru. Ferðin heyrir undir starfsemi Erasmus+ og er samstarfsverkefni þriggja landa, Slóveníu, Íslands og Portúgal. Höfðu íslensku nemendurnir tekið á móti þeim slóvensku fyrir jól og var nú komið að endurgjalda greiðann og upplifa þeirra heimahaga.

Ásamt því að vinna saman í hinum ýmsu verkefnum á skólatíma var öllum boðið í dagsferð til höfuðborgar Slóveníu, Ljubljana, og höfðu nemendur frjálsan tíma með sínum gestgjöfum að skóladegi loknum og yfir helgina. Þar stóð ýmislegt til boða; ferðir til sjávarborgarinnar Piran, rölt í kringum hið kristaltæra stöðuvatn Bled og ferðir til Ítalíu svo eitthvað sé nefnt.

Á síðasta degi ferðarinnar hittust nemendur saman í skólanum og fengu kynningu á textílmennt og býflugnabúskap, enda sá iðnaður stór hluti af slóvenskri menningu. Héldum við svo heim á klakann, en að sjálfsögðu var hlýrra á Íslandi en í Tolmin allan tímann á meðan ferðalagi stóð, þreytt, þakklát og reynslunni ríkari.

Aðrar fréttir