Sóttvarnir og grímunotkun í skólanum

Nú er að líða undir lok söguleg vika í skólastarfi Verzlunarskólans. Síðastliðið sunnudagsköld var send út tilkynning þar sem grímuskylda í framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu var kynnt til sögunnar. Á mánudagsmorgun voru allir hér í húsi komnir með grímur án vandkvæða. Nemendur skólans og starfsmenn eiga hrós skilið fyrir aðlögunarhæfni og samstöðu á tímum sem þessum. Vikan hefur gengið vel og það markmið skólans að skerða ekki staðnám enn frekar hefur náðst.

Grímunotkun er viðbót við þær sóttvarnaraðgerðir sem hafa verið í gildi í skólanum, þ.e. sóttvarnarhólf og skipting nemenda í stofur m.t.t. 1 meters reglunnar. Markmið skólans með sóttvarnaraðgerðum og grímunotkun er að minnka enn frekar líkur á smiti hér innanhús sem og að verja þann hóp nemenda og starfsmanna sem er með undirliggjandi sjúkdóma og þurfa að passa sig sérstaklega vel.

Horft er björtum augum til næstu viku. Kennsla mun halda áfram með sama sniði og verið hefur og grímunotkun verður áfram í skólanum á meðan tilmæli yfirvalda kveða á um svo. Skólastjórnendur líta á grímunotkun sem ábyrgan hluta af sóttvörnum og til marks um almenna samstöðu sem hefur það að markmiði að allir geti sinnt námi sinu og starfi í húsnæði skólans.

Skólinn ítrekar þakkir til allra fyrir hvernig til hefur tekist. Sameinuð í sóttvörnum náum við að halda úti staðnámi og koma í veg fyrir róttækar aðgerðir vegna útbreiðslu smita hér í skólanum.

Aðrar fréttir