14. mar. 2022

Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema

Um helgina fór Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema fram. Þrjátíu keppendur mættu til leiks og munu nemendur í 17 efstu sætunum taka þátt í Norrænu stærðfræðikeppninni fyrir Íslands hönd þann 4. apríl næstkomandi. Eftirfarandi nemendur skólans eru meðal þeirra sem munu taka þátt í Norrænu stærðfræðikeppninni:

2. sæti Sverrir Hákonarson 

4. sæti Ragna María Sverrisdóttir 

8.-9. Gústav Nilsson 

15.-16. Veigar Elí Grétarsson 

 Jafnframt fer Ólympíukeppnin í stærðfræði fram í Osló í júlí. Til að taka þátt í henni þurfa nemendur að standa sig vel í forkeppni og vera yngri en 20 ára þegar keppnin fer fram. Þremur nemendum hefur nú þegar verið boðin þátttaka og eru Sverrir Hákonarson 3-Y og Ragna María 1-X á meðal þeirra.

Við óskum við þeim til hamingju með árangurinn og hlökkum til að fylgjast með þeim.

 

Fréttasafn