01.11.2023 Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna Þann 3. október síðastliðinn tóku nokkrir nemendur Verzlunarskólans þátt í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna. Nemendur skólans stóðu sig vel og eftirfarandi nemendur fengu viðurkenningu fyrir góðan árangur í keppninni: Aðalsteinn Þorsteinsson 3Y Bjartþór Steinn Alexandersson 3X Elvar Magnússon 1Y Erlingur Ólafsson 1Y Gunnar Þór Davíðsson 1Y Jón Hreiðar Rúnarsson 3G Max Emil Stenlund 1Y Mikael Nói Richter 1Y Ragna María Sverrirsdóttir 3X Róbert Elí Árnasson 3Y Ragna María í 3X var í fyrsta sæti á efra stigi og keppir í Eystrasaltskeppninni í stærðfræði sem fram fer í Flensborg í Þýskalandi í nóvember. Skólinn óskar henni og öðrum keppendum innilega til hamingju með árangurinn.