12. okt. 2021

Stoðtímar í stærðfræði og eðlisfræði

Verzlunarskóli Íslands hefur í mörg ár boðið upp á stoðtíma í stærðfræði fyrir alla nemendur skólans þeim að kostnaðarlausu. Ekki er um eiginlega kennslu að ræða heldur er nemendum boðið að koma eftir skóla og fá aðstoð við heimanám og eru kennarar til staðar og aðstoða eftir þörfum. Stoðtímarnir eru í stofu 305 á mánudögum og þriðjudögum frá klukkan 15.50 til 17.00. Á þriðjudögum geta nemendur einnig fengið aðstoð í eðlisfræði. 

Fréttasafn