Stýrihópur NGK námsins fundaði í Versló

Stýrihópur NGK námsins fundaði í Verzlunarskólanum þann sjötta og sjöunda mars, farið var yfir stöðu námsins og framtíð þess tekin til skoðunar. Fulltrúar frá Grænlandi, Færeyjum og Íslandi voru á fundinum sem gekk vel.

Fundurinn fékk heimsókn frá Vestnorræna ráðinu, Steinunni Þóru Árnadóttur þingkonu Vinstri grænna og formanni ráðsins sem og Lárusi Valgarðssyni starfsmanni ráðsins.

Vestnorræna ráðið eru samtök þingmanna frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Sýndu þau verkefninu mikinn áhuga. Að loknum fundi með stýrihópnum heimsóttu þau NGK bekkinn og fengu að heyra beint frá nemendunum hvernig lífið í flökkubekknum er. Farið var yfir málefni ungs fólks á norðurslóðum, loftslagsamál og mismunandi fjárhagslegar aðstæður nemenda frá löndunum varðandi þátttöku. Þetta var vel heppnuð og skemmtileg heimsókn og liður í að vekja athygli á þessu spennandi verkefni.

Um vestnorræna ráðið: Vestræna ráðið

Aðrar fréttir