Þjónustufulltrúi fasteignar

Verzlunarskóli Íslands leitar að starfsmanni í fasteignaumsjón skólans. Um er að ræða lifandi og fjölbreytt starf þar sem margþætt reynsla nýtist vel. Vinnutími er frá klukkan 14:00 til 20:00 alla virka daga, styttra á föstudögum.

Helstu verkefni:

  • Þjónusta við nemendur og starfsfólk.
  • Eftirlit með umgengni um húsnæði og lóð skólans.
  • Létt viðhald og lagfæringar á húsnæði og húsbúnaði.
  • Dagleg umsjón með húsnæði skólans.

Hæfnikröfur:

  • Þekking á framkvæmdum og viðhaldi.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Almenn tölvukunnátta.

Við bjóðum:

  • Góða vinnuaðstöðu.
  • Góðan starfsanda á framsæknum vinnustað.

Nánari upplýsingar gefur Guðrún Inga Sívertsen skólastjóri í gegnum netfangið gunninga@verslo.is eða í síma 5 900 600. Umsóknarfrestur er til 20. júní og skal senda umsóknir ásamt ferilskrá á netfangið gunninga@verslo.is.

Verzlunarskóli Íslands er framhaldsskóli með um 1060 nemendur. Samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr. 92 frá 2008 er ekki heimilt að ráða einstakling til starfa sem hlotið hefur dóm fyrir brot á XXII. kafla almennra hegningarlaga og því er beðið um sakavottorð áður en ráðið er í starfið.

Aðrar fréttir