09.10.2025 Þróunarverkefni Dagana 8. og 9. október taka nemendur á fyrsta ári þátt í þróunarverkefninu Samkennd og sjálfræði. Nemendur bregða sér úr húsi og heimsækja stofnanir og félagasamtök. Markmið verkefnisins er að nemendur láti gott af sér leiða víða í samfélaginu. Gaman verður að fylgjast með afrakstrinum þegar nemendur mæta aftur í hús.