6. jan. 2022

Tilkynning um sóttkví eða einangrun

Skólinn óskar eftir að tilkynningar vegna sóttkvíar eða einangrunar nemenda séu sendar rafrænt á verslo@verslo.is með vottorði úr heilsuveru.

Nemendur í sóttkví og einangrun fá leyfi án frádráttar þá daga sem þeir eru í skráðir í sóttkví eða einangrun, þ.e. fjarvera þeirra hefur ekki áhrif á mætingareinkunn nemenda.

Nemendur í sóttkví og einangrun geta fylgst með kennslustundum í sínum bekk í gegnum streymi sem er til staðar í öllum bekkjum. Kennarar taka ekki sérstaklega mætingu hjá þeim sem fylgjast með í streymi heldur er það skrifstofan sem skráir frádráttarlaust leyfi á alla.

Athugið að veikindaskráning í INNU er aðeins fyrir önnur veikindi en þau sem tengd eru Covid.

Fréttasafn