Umhverfisdagur Verzló – 15. mars

Síðastliðna daga hafa nemendur úr umhverfisstjórnunar áfanga skólans sett á laggirnar Umhverfisdag sem mun fara fram mánudaginn 15. mars. Dagurinn er notaður til þess að vekja athygli nemenda á umhverfismálum og þá einkum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Í tilefni dagsins munu nemendur halda kökusölu á öllum hæðum skólans þar sem seldar verða kolefnisjafnaðar kökur. Fyrir hverja kökusneið sem selst mun tré vera plantað í samvinnu við kolefnissjóðinn Kolvið og er tilgangur sjóðsins að hjálpa til við að draga úr styrk koldíoxíðs í andrúmslofti.
Umhverfisstefna VÍ er á heimasíðu skólans og eru allir hvattir til að kynna sér hana hér Umhverfisstefna VÍ    
Að lokum eru nemendur hvattir til að taka þessa stuttu könnun sem tekur lítið meira en 40 sekúndur. Umhverfiskönnun 

Aðrar fréttir