Undirbúningsnámskeið í stærðfræði

Til þess að tryggja sem jafnastan undirbúning nemenda í stærðfræði verður boðið upp á sérstakt undirbúningsnámskeið (STÆ-Undirbúningur) fyrir nýnema í ágúst. Um þriggja daga staðlotu er að ræða og fer kennsla fram dagana 11., 12. og 15. ágúst í húsnæði Verzlunarskólans. Námskeiðið verður í umsjá stærðfræðikennara skólans. Nemendur geta valið um að vera klukkan 9-12 eða 13-16.

Farið verður yfir brotareikning, þáttun, jöfnur og rúmfræði. Námskeiðið er valfrjálst en sem viðmið eru hér nokkur dæmi  sem eru sambærileg þeim sem farið verður í á námskeiðinu. Svör við dæmunum má nálgast hér . Geti nemandi leyst dæmin með góðu móti er hann hugsanlega með næga færni og getur sleppt námskeiðinu. Skráning er til 1. ágúst.

Skráning fer fram á heimasíðu fjarnámsins. Við skráningu námskeiðsins þarf að taka fram hvor tímasetningin hentar betur (9-12 eða 13-16) í dálknum "Hvers vegna ertu að skrá þig í fjarnám".  
Athugið, að skráningu lokinni þarf að smella á hnappinn „staðfesta og senda inn umsókn“ og fær viðkomandi þá tölvupóst um leið. Námskeiðið er nemendum að kostnaðarlausu.

Aðrar fréttir