20. apr. 2020

Útgáfa Verzlunarskólablaðsins

Föstudaginn 17. apríl sl. var útgáfudagur Verzlunarskólablaðsins. Undir venjulegum kringumstæðum hefðu nemendur fyllt hátíðarsal skólans og tekið þátt í hátíðlegri athöfn útgáfunnar. Ritnefndin stóð ekki aðgerðalaus og bauð nemendum skólans í rafrænt útgáfuhóf þar sem hægt var að horfa á athöfnina í gegnum síma eða tölvu. Að loknu útgáfuhófinu var nokkurs konar bílalúgu komið upp á bílastæði skólans þar sem ritnefndin afhenti blaðið beint í bílinn til nemenda. 

Vel gert ritnefnd Verzlunarskólablaðsins og til hamingju með Verzlunarskólablaðið!

Fréttasafn