18. des. 2020

Útskrift

Fimmtudaginn 17. desember voru sjö nemendur útskrifaðir frá Verzlunarskóla Íslands. Ásdís Birta Alexandersdóttir, Elísabet Freyja Úlfarsdóttir, Helena Rut Héðinsdóttir og Sóley Arngrímsdóttir voru útskrifaðar með stúdentspróf og  Aðalbjörg Valdimarsdóttir, Sara Líf Fells Elíasdóttir og  Jón Steinar Brynjarsson luku Fagprófi í verslun og þjónustu. Jón Steinar lauk jafnframt stúdentsprófi. Þetta eru fyrstu nemendurnir sem útskrifast úr fagnámi verslunar og þjónustu en Verzlunarskóli Íslands hóf nýlega að bjóða upp á fagnám fyrir starfandi verslunarfólk í samstarfi við Starfsmennasjóð verslunar- og skriftstofufólks. 

Skólinn óskar þeim innilega til hamingju með áfangann. 

Fréttasafn