Veikindatilkynningar í INNU

Ekki er lengur tekið við fjarvistarskráningu í síma heldur skulu foreldrar og forráðamenn ólögráða nemenda tilkynna veikindi nemenda í INNU. Tilkynna skal alla veikindadaga samdægurs. Lögráða nemendur tilkynna sjálfir veikindi sín samdægurs í INNU. Misfarist skráning skal senda tölvupóst á verslo@verslo.is. Alvarleg veikindi þarf aðeins að tilkynna í upphafi, enda skili nemandi læknisvottorði strax og skólasókn hefst að nýju. Nemendur geta leitað aðstoðar og fengið allar þær upplýsingar sem þeir þurfa á skrifstofu skólans.

Þurfi nemandi leyfi í einstaka tímum að degi til, t.d. vegna tannlæknatíma eða ökuskóla, nægir að koma með kvittun þar að lútandi á skrifstofu skólans. Fjarvistarskráning er svo lagfærð eftir á þegar nemandi hefur skilað inn staðfestingu.

Aðrar fréttir