Verslingar sigruðu Greindu betur

Greindu betur, liðakeppni í tölu-og upplýsingalæsi, fór fram í annað sinn nú fyrir skemmstu. Tveir vaskir verslingar á öðru ári báru sigur úr býtum í framhaldsskólahluta keppninnar, þeir Bjarki Freyr Sigurðarson og Róbert Dennis Solomon. Liðstjóri var Anna Hera Björnsdóttir, stærðfræðikennari við skólann.

Í fyrri hluta keppninnar svöruðu þeir spurningum um þekkingu á tölfræði og upplýsingum frá Hagstofu Íslands og Evrópsku hagstofunni (Eurostat). Í seinni hlutanum gerðu þeir sjálfstætt verkefni sem byggði á gögnum frá Hagstofu Íslands. Bjarki Freyr og Róbert Dennis völdu að kynna sér gögn um covid faraldurinn og ferðaþjónustuna. Þeir fundu til ýmislegt áhugavert um efnið á vef Hagstofunnar, unnu úr þeim tölfræðiúrvinnslur og settu saman í skýrslu.

Við óskum þeim innilega til hamingju með sigurinn.

Aðrar fréttir