26. maí 2020

Verslingur sigraði Þýskuþraut 2020

Það er skólanum mikill heiður að sá sem sigraði í Þýskuþraut framhaldsskólanna var Stefán Þór Sigurðsson nemandi í 2-B. Óskar skólinn honum innilega til hamingju með árangurinn.

Í verðlaun hlaut hann mánaðardvöl í Þýskalandi í sumar, en vegna Covid – 19 verður því miður ekkert af ferðinni. Á myndinni má sjá Stefán Þór með viðurkenningu frá Félagi þýskukennara á Íslandi.

Þess má geta að Verzlunarskólinn átti nemanda 15. sæti en það er Hlynur Orri Gunnarsson í 2-U. Óskar skólinn honum einnig innilega til hamingju.

Fréttasafn