Verslunarskóli Íslands keppti til úrslita í Menntamaskínu 2018

Verslunarskóli Íslands keppti til úrslita í Menntamaskínu 2018. Verðlaunin voru veitt í Ráðhúsi Reykjavíkur 1. desember s.l.
Mennta Maskína er nýsköpunarhraðall framhaldsskólanema. Í þetta skiptið var áhersla lögð á nýsköpun í velferðatækni. Verkefnið hefur verið styrkt af Nýsköpunarmiðstöð Íslands, MND félaginu, Fjölbrautarskólanum í Breiðholti, Reykjavíkurborg og Fab Lab Reykjavíkur.
Teymi voru mynduð í framhaldskólunum sem unnu saman að því að finna tækifæri á sviði velferðartækni, fóru í gegnum hönnunarsprett þar sem lausnin þeirra var skoðuð frá öllum sjónarhornum og þróuðu að lokum frumgerð í Fab Lab Reykjavík.
Þeir skólar sem kepptu til verðlauna að þessu sinni voru Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Tækniskólinn, Verzlunarskóli Íslands og Menntaskólinn í Hamrahlíð.Tækniskólinn vann keppnina í ár.
Í liði Verzlunarskólans voru þau Arndís Úlla Björnsdóttir Árdal, Atli Geir Alfreðsson, Saga Eysteinsdóttir og Theodór Árni Ásbjarnarson. Fengu þau hrós frá aðstandendum keppninnar fyrir frumgerð sína og boð um samstarf við Fab Lab Reykavík.
Til hamingju með flottan árangur. Skólinn er virkilega stoltur af nemendum sínum.

Aðrar fréttir