Verzlingar í Héraðsdómi

Nemendur 3. bekkjar H fylgdust í gær með skýrslutökum í héraðsdómi, en málið varðaði lögmæti boðunar til aðalfundar í almennu félagi og hvort þær ákvarðanir sem þar höfðu verið teknar væru þar með lögmætar.

Sitthvað áhugavert kom fram við skýrslutökurnar. Býsna þröngt var í réttarsalnum en dómari og þingvörður náðu samt að koma öllum gestunum vel fyrir. Þessi heimsókn fór fram í kennslustund í lögfræði en lögmennirnir höfðu fyrir málflutninginn leyft nemendum að kynna sér stefnu, greinargerð og önnur málskjöl. Nemendur og kennari færa dómara, dómverði og lögmönnum kærar þakkir fyrir góðar móttökur.

Aðrar fréttir