Verzlunarskólanemendur í stærðfræðikeppni framhaldsskólanema

Þann 13. október síðastliðinn fór fram forkeppni í stærðfræðikeppni framhaldsskólanema. Þetta árið var keppnin rafræn, í ljósi aðstæðna sem hafði  töluverð áhrif á þátttöku, en talsverð fækkun var á þátttakendum frá fyrri árum. Keppnin skiptist í neðra stig og efra stig. Á neðra stigi keppa nemendur á fyrsta ári, en eldri nemendur eigast við á efra stigi. Efstu nemendum á hvoru stigi býðst þátttaka í úrslitakeppni sem fer fram í byrjun mars 2021.

Eftirfarandi nemendur Verzlunarskólans voru meðal þeirra sem komast áfram í úrslitakeppnina, óskum við þeim til hamingju með árangurinn og hlökkum til að fylgjast með þeim í úrslitakeppninni í vor.

Á neðra stigi:

3. sæti Jón William Snider, 1-Y
11.-14. sæti Jón Helgi Guðmundsson, 1-G
11.-14. sæti Magnús Geir Ólafsson, 1-E
11.-14. sæti Stefán Ingi Þorsteinsson, 1-E

Á efra stigi:

8. sæti Gústav Nilsson, 2-Y
9. sæti Sverrir Hákonarson, 2-Y
20.-22. sæti Ómar Ingi Halldórsson, 2-H
23.-25. sæti Mateusz Piotr Jakubek, 2-D

Um leið og við óskum okkar fulltrúum til hamingju með árangurinn viljum við benda á heimasíðu keppninnar, www.stae.is/stak en þar geta áhugasamir m.a. fundið frekari upplýsingar um úrslitin og spreytt sig á þrautum sem hafa verið lagðar fyrir í keppninni frá 1984.

Aðrar fréttir